Við erum nízkari á heilsuþjónustu en ríki Vestur-Evrópu. 9,3% landsframleiðslu fer til heilbrigðismála. Stóru ríkin og Norðurlönd eru yfirleitt með 11%, þar af yfir 90% greitt af ríkinu. Við getum hæglega farið upp í sama hlutfall með því að hækka auðlindarentuna. Þá væri hægt að afnema biðtíma og biðlista, fjölga sjúkrarúmum og ráða fleiri starfsmenn. Bófaflokkurinn hefur lengi staðið gegn endurbótum. Páll Magnússon kallar forstjóra Landspítalans „vælukjóa“ og segir spítalann fá of mikið fé á fjárlögum. Páll sýnir vel hugarfarið á þeim bæ. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að tapa meira fylgi til að fólk fái sömu þjónustu og Danir og Þjóðverjar.