Sigríður Andersen er sjúklega veruleikafirrt, einstaklega hæf til að vera ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hæstiréttur hefur dæmt Sigríði ráðherra fyrir lögbrot. Annars staðar í Evrópu mundi ráðherrann segja af sér. Hér í bananalandi hyggst Sigríður ekki segja af sér. Ætlar að semja reglugerð, sem mun gera frekari lögbrot hennar sjálfrar fyllilega lögleg. Hún segist ekki vera sammála Hæstarétti og Hæstiréttur verður bara að hafa það. Stjórnarfarið á Íslandi er hætt að vera fyndið. Allt það ógeðslega veður uppi, enda er það augljós stefna Sjálfstæðis, sem er fremur bófaflokkur en málefnaflokkur. Stjórn hinna ríku fyrir þá allra ríkustu.