Píratar hækka um 47% frá kosningum til könnunar MMR. Voru með 9,2% atkvæða, hafa nú 13,4%. Áður var kunnugt, að þeir fá meira í könnunum en í kosningum. Taldir nenna síður fara á kjörstað en kjósendur annarra flokka. Að þessu sinni voru þeir duglegir við að aka fólki, en allt kom fyrir ekki. Allt of margir stuðningsmenn nenntu ekki. Kannski höfðu lygar Sjálfstæðis áhrif í restina. Næst hafa Píratar meiri sérstöðu. Hafa farið gegnum þrjú kjörtímabil án þátttöku í ríkisstjórn. Ekki tapað neinu trausti. Þarf næst styttri og róttækari úrdrátt stefnunnar um stjórnarskrá, gegnsæi, opna fundi, málfrelsi, kvenfrelsi, húsnæði og velferð.