Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata leggja til, að líkleg aukning veiðiheimilda verði boðin upp. Markaðslögmál leysi opinberar úthlutanir af hólmi. Auðveldar aðstoð við raskaðar byggðir og hefur náð góðri reynslu erlendis. Færeyingar og Norðmenn bjóða út veiðiheimildir. Núverandi kvótakerfi hefur ákaft verið gagnrýnt undanfarin ár. Tillögur um útboð hafa verið útfærðar í smáatriðum. Kvótakerfið er rekið í þágu helztu auðgreifa landsins, sem þar fá veiðiheimildir gefins að hálfu leyti. Tilboðsleiðin hins vegar á vel við, þegar úthluta á takmörkuðum gæðum. Þrír flokkar gæta hagsmuna úrelta kerfisins, Sjálfstæðis, Vinstri græn og Framsókn.