Frá Hannesi til Katrínar

Punktar

Þetta byrjaði með Hannesi Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands. Eingöngu klíkan fékk embætti, nema Einar Benediktsson, fram hjá honum varð ekki gengið. Æ síðan hefur íslenzk pólitík verið svindl og svínarí. Andersen er af þessari hefð, fer óðar að hefja pólitískt val á dómurum. Fólk kvartar auðvitað við forsætis og fær svarið. Katrín Jakobsdóttir vitnar í „kúltúrinn“ hér og segir Andersen ekki munu hætta í ríkisstjórn. Þar með er upplýst, að Katrín er ekki í pólitík til að bæta kúltúr í stjórnmálum. Hún er þar til að varðveita hefðir. Versta hefðin er að taka alltaf sérhagsmuni fram yfir almannahagsmunum. Það gerir stjórn Katrínar á ótal sviðum.