Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir ítrekað, að heilbrigðiskerfi Íslands sé hið bezta í heimi. Það er falsfrétt, sem verður ekki réttari við að vera ítrekuð. Hundruð frétta um ástand heilsustofnana á árinu segja allt aðra sögu. Heilsukerfi okkar er bara rúst af kerfi. Langir biðlistar eru eftir þjónustu. Bið í sex-átta klukkutíma á slysadeild. Sjúklingar eru geymdir á göngum og í bílgeymslum. Landspítalinn á að telja fullvaxinn norrænn háskólaspítali, en er þó norrænum spítölum langt að baki. Senda verður sjúklinga til útlanda. Þúsundir hafa kynnzt því, að hann líkist sjúkraskýli í Sýrlandi. Áslaug Arna er bullari Flokksins.