Forsætisráðherra hefur skipað sérhagsmunaaðila í nefnd til að fara yfir lögin um fjárreiður stjórnmálaflokka. Nefndin leggur auðvitað til, að styrkirnir hækki úr 286 milljónum á ári í 648 milljónir, meira en tvöfaldist. Þetta er samkvæmt ósk allra þingflokka nema Pírata og Flokks fólksins. Þessir tveir eru sennilega einu flokkarnir, sem taka almannahagsmuni fram yfir brútal sérhagsmuni. Yfirskinið er að koma þurfi upp reglum um auglýsingar og áróður nafnlausra eða annarra þriðju aðila. Svo sem samtökum kvótagreifa. Hin raunverulega ástæða er meint þörf flokka til að fá fólk til að borga sem mest af kostnaði bófa og kosningahernaði.