Fjárfesting Arion banka og lífeyrissjóðanna í United Silicon stórverksmiðjunni í Reykjanesbæ hefur verið afskrifuð um fimm milljarða og verður meiri, þegar yfir líkur. Taprekstur á dauðri verksmiðju er 2,5 milljarðar á ári. Sennilega einn mesti skandallinn frá fjármálahruninu. Hvorki bankinn né lífeyrissjóðirnir lærðu neitt á hruninu. Áfram er vaðið í stjórnlausra glæfra með fyrirgreiðslum ríkisins og orkuvera þess. Ekki er að sjá, að neinn stjórnenda bankans og sjóðanna ætli að axla ábyrgð á ofurtjóninu og ganga í sjóinn. Mantra þeirra er: Gengur betur næst. Tímabært er að stöðva fjárfestingar fávita lífeyrissjóða með handafli ríkisins.