Ríkisstjórnin hefir ákveðið að lækka auðlindarentu frá litlum og meðalstórum kvótagreifum á þessu ári. Þetta er sama ríkisstjórn og hafnaði hækkun barnabóta og vaxtabóta. Neitar að gera neitt fyrir þá fátækustu, húsnæðislausa, einstæðinga með börn, öryrkja og aldraða. Þetta er ríkisstjórn aukins ójafnaðar. Harðsvíraðri hægristjórn en sú, sem lagði upp laupana í haust. Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir. Sú stjórn er verri en stjórn Bjarna Benediktssonar var í fyrra. Nú má sjá, að Vinstri græn eru gersamlega áhrifalaus aðili að stjórn bófaflokksins. og Katrín er bara gluggaskraut. Mestur hluti flokksins segir bara já og amen.