Keypt og selt í pólitík

Punktar

Ásmundur Einar Daðason ráðherra og fjölskylda vaða í lánum. Skulda rúmlega hálfan milljarð, sem hvíla á jörðunum Þverholti og Vindási. Meðal skulda er nýleg skuld upp á 50 milljónir, þar sem ekki er skráður neinn lánveitandi eða handhafi. Það sama gildir raunar um 50 milljónir, sem lánaðar voru Framsóknarflokknum út á hús hans í Reykjavík í formannsíð Sigmundar Davíðs. Þessi framsóknardæmi sýna opnar trektar úr fjármálastofnunum til flokksins. Framsókn hefur löngum háð dýrari kosningabaráttu en aðrir flokkar. Hetjur í fjárglæfrum og Kvíabryggjumenn af því tagi hafa oftast staðið undir taprekstri flokksins. Fyrir pólitísk fríðindi.