Kristín heitin Halldórsdóttir, kona mín, hefur haft opna heimasíðu með ýmsu af rituðu efni hennar. Síðan hvarf 17. desember síðasta. Ástæðan var, að einhver Sigurður hafði yfirtekið síðuna. Isnic, alias Guð, segir mér, að ástæðan sé greiðslufall. Voru þó reikningar vegna kristin.is ekki lengur sendir á heimasíðu mína, jonas.is og mér engar sjáanlegar viðvaranir sendar. Samkvæmt upplýsingum Isnic er þetta ekki afturkallanlegt. Hef ég því opnað nýja heimasíðu kristinh.is með sama efni og var áður á kristin.is. Ég tel, að mál þetta sé dæmi um, að illt er að einkavæða ríkiseinokun. Betra er, að óumflýjanleg einokun sé hjá ríkinu.