Einn í forvali fyrir borgarstjórn hefur sótsvartar skoðanir á velferð: „Ég hef sagt, að skattborgarinn eigi ekki að borga fyrir fólk í sjálfstortímingu, og mun ég skera niður við trog í þessum málaflokki. Það er undarlegt að hugsa til þess, að útlendir rónar ferðist heimshorna á milli til þess að leggjast á félagslega kerfið hér í Reykjavík, en þetta er raunin. Reykjavík virðist stefna í að verða einhverslags félagsleg ruslakista fyrir menn í sjálfstortímingu. Á minni vakt verður félagsleg aðstoð skorin niður við nögl. Væntanlega mun mannréttindaskrifstofa borgarinnar súpa hveljur. en óttist ekki, það mun verða mitt fyrsta verk að loka henni.“ En Viðar Guðjohnsen fékk bara 65 atkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki frumskógarlögmál markaðshyggjunnar.