Línuvillt í óvinaskránni

Punktar

Ætla mætti, að Bush Bandaríkjaforseti hafi farið línuvillt í óvinaskránni. Það var Osama bin Laden, sem stóð fyrir árásinni á Bandaríkin 11. september í fyrra. Saddam Hussein er að vísu vondur. Hann hefur samt ekki stutt hryðjuverk í útlöndum í tæpa tvo áratugi. Og gildandi flugbann kemur í veg fyrir, að hann geti ofsótt minnihlutahópa í norður- og suðurhluta landsins. Hann hefur farið kringum ályktanir Sameinuðu þjóðanna í áratug. Af hverju á þá að ráðast á hann einmitt núna í grænum hvelli? Ræða Bush hjá Sameinuðu þjóðunum fól ekki í sér nein ný gögn í málinu, enda er ekki vitað um nein tengsl Saddam Hussein og Osama bin Laden. Og sá síðarnefndi gengur enn laus, eftir eins árs baráttu Bandaríkjanna. Daglega birtast góðar kjallaragreinar í heimspressunni um þetta einkennilega mál, nú síðast eftir Thomas L. Friedman í International Herald Tribune í dag.