Þverstæður í bunkum

Punktar

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að efna ekki tæplega árs gamalt loforð sitt um að koma í nóvember til baka með nýjar tillögur til Genfar á alþjóðlega undirbúningsfundi alþjóðasamnings um refsiaðgerðir gegn ríkjum, sem brjóta Varsjársáttmálann gegn sýklavopnum. Á sama tíma heimtar Bandaríkjastjórn nánast daglega fjölþjóðlegan stuðning við árás á Írak vegna hættu á að ríkið beiti sýklavopnum. Í kjallaragrein eftir Peter Slevin í Washington Post í dag er fjallað um þessa þverstæðu og minnt á hliðstæðu hennar við þá þverstæðu, að Bandaríkjastjórn hefur nýlega hafnað fjölþjóðasáttmálum í bunkum á sama tíma og hún heimtar fjölþjóðastuðning sáttmálasinnaðrar Evrópu við hina fyrirhuguðu árás á Írak.