Hlýðinn og þægur

Punktar

Fáir vita, hver er Guðmundur Hallvarðsson, þægur og hlýðinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann lætur lítið fyrir sér fara, enda hefur hann enga skoðun hefur á neinu. Sem formaður samgöngunefndar Alþingis hefur hann samt það ábyrgðarmikla hlutverk að sjá um, að vilji samgönguráðherra flokksins nái fram að ganga, Halldórs Blöndal áður fyrr og núna Sturlu Böðvarssonar. Nefndin hefur mikið vald til að skipta vegafé milli kjördæma. Hlutverk Guðmundar er að gæta þess, að Reykjavík og höfuðborgarsvæðið fái hlutfallslega miklu minna vegafé en aðrir landshlutar. Meðan peningum er mokað í arðlaus jarðgöng gegnum fjöll gætir þingmaðurinn þess vandlega, að Reykjavík fái sem fæst mislæg gatnamót, sem draga úr slysahættu Reykvíkinga og spara þeim bæði benzín og tíma.