Dýrkeypt refsing

Punktar

Lawrence J. Korb segir í New York Times, að bandaríska hermálaráðuneytið undir forustu Donald Rumsfeld sé með á heilanum, að Austur-Evrópa, einkum fátæktarríkin Rúmenía og Búlgaría, muni leysa Vestur-Evrópu af hólmi sem vettvangur setuliðs frá Bandaríkjunum og bandamaður Bandaríkjanna. Fjárhagslega er þetta óhagkvæmt vegna fjárfestingarkostnaðar og skorts á fjárhagslegri aðild þessara ríkja að rekstrarkostnaði setuliðsins. Höfundurinn telur hugsanlegt, að þetta sé gert til að refsa Vestur-Evrópu fyrir áhugaleysi á aðild að styrjöldum Bush Bandaríkjaforseta og þykir það kyndug refsing, sem komi Bandaríkjunum í koll.