Pólland er orðið forusturíki afturhalds í Evrópusambandinu, berst gegn rétti til fóstureyðinga og sérstökum réttindum kvenna. Segja má, að ljótt og úfið andlit kaþólskrar kirkju sé aftur orðið sýnilegt í Evrópusambandinu, sem áður var orðið að veraldlegri stofnun, er ekki vildi nefna guð í stjórnarskránni. Nú er að frumkvæði Pólverja búið að draga fram ágreiningsefni, sem áður voru talin vera afgreidd. Það voru Pólverjar, sem reyndu að hindra fall Rocco Buttiglione ráðherra, sem lét falla ummæli andstæð konum og hommum. Stundum getum við verið fegin fáum kaþólikkum hér á landi.