Þrjár bíómyndir

Punktar

Þrjár bíómyndir munu hafa áhrif á gang mála í miðausturlöndum, ekki af því að þær lýsi staðreyndum rétt, heldur af því að þær reyna að brjótast út úr þröngum þjóðernissjónarmiðum, þar sem mín þjóð gerir allt rétt og hinar gera allt rangt. Þær fjalla ekki um baráttu góðs og ills, heldur um fólk. Þetta eru Paradise Now eftir Hany Abu Assad, Syriana eftir Stephen Gaghan og München eftir Steven Spielberg. Áhorfendur hafa líka gott af að átta sig á, að ekkert er athugavert við að líkja saman ofbeldi stjórnvalda annars vegar og hryðjuverkum hins vegar.