Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttmaður telur hestamenn rallhálfa braskara, sem stundi dund en ekki íþrótt. Ég veit ekki, hverja hann þekkir eða þekkti í gamla daga, þegar hann taldi sér trú um, að þessi væri ímynd hestamanna. Hitt er svo annað mál, að hestamennska og golf eru fjölmennustu greinar innan íþróttasambandsins og hafa þá sérstöðu umfram aðrar greinar, að þær eru stundaðar af öllum þorra félagsmanna, eru almenningsíþróttir. Hið sama verður ekki sagt um þorra annarra íþróttagreina. Adolf Ingi skautar á hálum ís í fordómum sínum.