Trausti Valsson skipulagsfræðingur segir, að varnir gegn sjávarflóðum séu lélegar í Reykjavík, varnargarðar séu meira til skrauts en gagns. Hann segir sjávarborð munu hækka um hálfan til heilan metra á öldinni, auk þess sem stórflóð á borð við Básendaflóðið komi aftur og verði jafnvel tíðari vegna loftslagsbreytinga. Á sama tíma vilja athafnamenn óðir og uppvægir byggja úti í sjó, Þyrping vill reisa nes fyrir Bónus og Hagkaup utan við Eiðistorg og Klasi vill reisa 4.500 manna byggð sunnan við Seltjarnarnes. Manngerðu nesin verða það fyrsta, sem hverfur í næsta Básendaflóði.