95 ára og blindur

Punktar

Ég var að endurlesa bók John Julius Norwich, A History of Venice, þar sem hann rekur þúsund ára sögu lýðveldisins Feneyja 727-1797. Hann rekur hvernig kaupmenn og sjómenn einnar borgar gátu haldið til jafns við stórveldi Evrópu í styrjöldum og sjóhernaði margra alda. Skemmtilegust er lýsingin á Andrea Dandolo hertoga, sem árið 1203 ginnti krossferð númer tvö til að víkja af leið til Jerúsalem og ráðast í staðinn á Miklagarð. Dandolo var þá sagður 95 ára og blindur, þegar hann réðist fremstur til uppgöngu á hæsta borgarmúr í heimi og hreif hugsvikinn herinn með sér.