Bandaríski herinn handtók á jóladag íranska sendimenn á leið til fundar við forseta Íraks og tók skjöl þeirra í sína vörzlu. New York Times sagði á vefnum í gær frá broti Bandaríkjanna á lögum um alþjóðleg samskipti. Brotið hefur valdið angist ráðamanna Íraks, sem buðu sendimönnunum til fundar við sig. Einn af sendifulltrúunum var handtekinn hjá Abdul Hakin, einum helzta leiðtoga sjíta, sem var hjá George W. Bush fyrir þremur vikum. Hann er að vonum ekki kátur. Það er einmitt svona hegðun, sem frystir Bandaríkin úr samfélagi þjóðanna. Rosalega er gott, að þeir eru farnir héðan.