Skoðanakönnun Guardian í Bretlandi sýnir, að fjórir af hverjum fimm Bretum kenna trúarbrögðum í auknum mæli um spennu og sundrungu í heiminum. Tveir af hverjum þremur Bretum eru trúlausir, aðeins einn af hverjum þremur trúir á guð. Tíundi hver Breti sækir kirkju. Bretar hafa lengi haft fyrir augum baráttu kaþólskra og mótmælenda á Norður-Írlandi. Þeir vita, að stjórnin tekur með Bandaríkjunum þátt í krossferð gegn múslimum. Þeir muna eftir borgarastríði í Júgóslavíu á trúarnótum. Afleiðingin er, að fleiri Bretar hafna trúarbrögðum.