Öryggisleysi í útvarpi

Punktar

Í fáfræði hélt ég, að útvarpið væri rekið með nefskatti til að halda uppi fréttastofu, sem sendi okkur fréttir og tilkynningar, þrátt fyrir atómstríð og náttúruhamfarir. Samt datt útvarpið út í einfaldri rafmagnsbilun uppi í Hvalfirði, þótt aðrir hafi ekki dottið út. Nefskatturinn fer ekki lengur til að reka öryggisþjónustu, heldur til að bjóða í fótbolta og halda uppi skemmtiþáttum í sjónvarpi. Öryggishlutverkið er látið reka á reiðanum, meðan nefskattinum er sóað í hopp og hí, sem allir geta rekið án þess að reiða sig á nefskatt.