Heimsstyrjöld um hollustu

Punktar

Styrjöld heilbrigðisyfirvalda og framleiðenda morgunmatar í Bretlandi hefur áhrif á Íslandi, því að brezkt morgunkorn er selt hér og íslenzk mjólkurvara er sykurblönduð, yfirleitt mikið blönduð. Hér vilja framleiðendur og seljendur komast hjá breyttum heilbrigðisreglum. Þekktasta dæmið um það eru umhverfisvænar eða vistvænar landbúnaðarafurðir, sem eru ný nöfn á venjulegum landbúnaðarafurðum. Orðin umhverfisvænn og vistvænn eiga við óbreytta framleiðslu, sem ekki kemst gegnum nálarauga lífrænnar framleiðslu. Við tökum þátt í heimsstyrjöld um hollustu.