Bannaðar verða auglýsingar á flestu morgunkorni og flestri mjólkurvöru í Bretlandi um áramótin. Heilbrigðisyfirvöld telja þessa vöru ekki vera við barna hæfi vegna of mikils sykur og salts. Jafnframt verða framleiðendur skyldaðir til að setja rauða og gula miða á vöru, sem fer yfir sykurmörk. Græna miða fær aðeins sú vara, sem er undir mörkum. Menn hafa lengi furðað sig á miklum sykri í morgunkorni og mjólkurvöru á borð við jógúrt. Og hversu grimmt slíkt gotterí er auglýst, einkum samhliða barnaefni í sjónvarpi. Nú á að taka Kelloggs í gegn.