Óhæfa gengið

Punktar

George W. Bush er gersamlega óhæfur forseti með gersamlega óhæfa ráðgjafa kringum sig. Þótt Donald Rumsfeld sé farinn, er Dick Cheney eftir og Condoleezza Rice, sem eru ekki síður óhæf til starfa. H.D.S. Greenway lýsir þessu ástandi í grein í Boston Globe. Bush mun ekki taka mark á þjóðarsáttarnefnd Jim Baker um að vinda ofan af stríðinu gegn Írak. Þvert á móti hyggst hann magna ófriðinn, senda fleiri hermenn, ýfast við Íran og Sýrland. Hann er líka kominn á bólakaf í stríð við Sómalíu. Greenway á raunar ekki orð yfir hroka og heimsku ráðamanna Bandaríkjanna.