Helztu söfn íslenzkra hrossaheita eru Hrímfaxi frá 1995 eftir Hermann Pálsson með um 2000 heiti og Hrossanöfn frá 2002 eftir undirritaðan með um 7000 heiti, báðar með skýringum á íslenzku og ensku. Innihald síðari bókarinnar er einnig aðgengilegt á vefnum á hestur.is
Sérstaða bókar Hermanns er, að hún fjallar ekki fyrst og fremst um notuð heiti, sem eru raunar fjölmörg alls ekki í bókinni, heldur um heiti úr goðafræði, Íslendingasögum og þjóðsögum, sem hann vill benda hestaeigendum á til að auka fjölbreytni í hrossanöfnum. Hann uppfærir alls konar nöfn dýra og kynjavera og vill yfirfæra þau á hross nútímans. Þar hefur Hermann ekki haft árangur sem erfiði, því að slík heiti hafa ekki sjáanlega aukizt í hrossum síðasta áratuginn.
Sérstaða minnar bókar er, að hún fjallar nánast eingöngu um heiti ættbókarfærðra hrossa á Íslandi og annars staðar og getur þess í leiðinni, hve mörg tilvik hafa fundizt af hverju heiti. Einnig er þar reynt að greina milli nothæfra nafna og þeirra nafna, sem notuð hafa verið án þess að vera nothæf. Það er í samræmi við þá stefnu alþjóðasamtaka íslenzka hestsins, að hross af íslenzkum stofni beri íslenzk heiti. Sú stefna hefur haldizt að mestu, með tiltölulega fáum undantekningum, sem sjá má í grein á næstu síðu.
Með grein þessari fylgir einnig skrá hér á vinstri síðunni yfir ýmis hrossaheiti, sem Hermann kom á framfæri, en hafa ekki enn verið tekin upp í kynbótahrossum í ættbók. Loks eru hér til hægri þulubrot úr Snorra-Eddu, þar sem eru listar hrossanafna. Sá listi sýnir raunar, að margir forfeður okkar hljóta að hafa haft nógu mikinn áhuga á hestum til að gefa þeim sérkennileg heiti og yrkja um þau.
Raunar er mikil og vaxandi fjölbreytni í nafngiftum hrossa um þessar mundir. En menn sækja ekki tilbreytinguna í fornar heimildir eða meðmæli Hermanns, heldur sækja ýmist landfræðileg nöfn eða ríða í humátt á eftir sérfræðingunum, sem búa til götuheiti á höfuðborgarsvæðinu.
Þannig heita hrossin Eldey og Papey, Hekla og Katla og gætu heitið eftir götum í Reykjavík, Gvendargeisli og Katrínarlind, Gautavík og Þingás, en þau heita ekki Sinir og Álftarleggur, sem hafa sögulegt gildi, né heita þau Fjörsvartnir og Dynblakkur, sem höfða til hestsins sjálfs, fremur en til landafræðinnar.
Er ekki skemmtilegra að ríða Mundilfara eða Fjölmóði en Flóa eða Parker?
Úr Snorra-Eddu (hestanöfn)
Sennilega er það engin tilviljun, að með því elzta sem kveðið hefir verið um hesta á norræna tungu og hefur varðveist, er í sambandi við nafngiftir þeirra. Fornmönnum virðist hafa verið það nokkur metnaður, að þessi glæsilegu hestaheiti féllu ekki í gleymsku. Og þá er til þess gripið, sem traustast hefir reynzt: að fella nöfnin í stuðla svo að þau falli sem bezt við hrynjandi málsins. Í Snorra-Eddu hafa geymzt nokkur þulubrot um hestaheiti.
Hrafn ok Sleipnir
hestar ágætir
Valur ok Léttir,
var þar Tjaldari,
Gulltoppur ok Goti,
getit heyrðak Sóta,
Mór ok Lungur með Mari.
Vigg ok Stúfur,
vas með Skævaði,
þegn knátti Blakkur bera;
Silfrintoppur og Sinir,
svá heyrðak Fáks of getit,
Gullfaxi ok Jór með goðum.
Blóðughófi hét hestr
es bera kváðu
öflgan Atriða;
Gisl ok Falhófnir,
Glær ok Skeiðbrímir,
Þar var ok Gyllis of getit.
Dagur reið Drösli,
en Dvalinn Móðni,
Hjálmþér Háfeta,
en Haki Fáki,
reið bani Belja
Blóðughófa,
en Skævaði
skati Haddingja.
Vésteinn Vali,
en Vífill Stúfi,
Meniþjófr Mói,
en Morginn Vakri,
Áli Hrafni,
er til íss riðu,
en annarr austr
und Aðilsi
grár hvarfaði
geiri undaðr.
Björn reið Blakki,
en Bjárr Kerti,
Atli Glaumi,
en Aðils Slöngvi,
Högni Hölkvi,
en Haraldur Fölkvi,
Gunnar Gota,
en Grana Sigurðr.
Glaður ok Gyllir,
Glær ok Skeiðbrimir,
Silfrintoppur og Sinir,
Gisl ok Falhófnir,
Gulltoppur ok Léttfeti,
þeim ríða Æsir jóum
(dag hvern
es þeir dæma fara
at aski Yggdrasils).
Skinfaxi heitir,
es enn skíra dregur
dag of dróttmögu;
hesta beztur
þykkir með Hreiðgotum;
ey lýsir mön af mari.
Hrímfaxi heitir,
es hverja dregur
nótt of nýt regin;
méldropa fellir
morgin hverjan;
þaðan kömur dögg of dala.
Þeir af ríki
rinna létu
Sveipuð og Sveigjuð
Sólheima til
dala döggótta
dökkvar hlíðir,
skalf Mistar – mærr
hvar – megir fóru.
Og ennfremur:
Rinni rökkn bitluð
til Reginþinga
en Sporvitnir
að Sparinsheiði,
Mélnir ok Mýlnir
til Myrkviðar …..
Ónotuð hrossanöfn
Aðalfari
Alhvít
Allsvartur
Allvar
Alsterkur
Andlangur
Andra
Angan
Angeyja
Angilja
Angurboða
Angurgapi
Apall
Apla
Apli
Arfa
Atla
Auðkúla
Auðráð
Aurboða
Ausa
Ákafi
Álfagjöf
Álfröðull
Áma
Ámur
Áni
Árroði
Ártali
Ásvaldur
Ávaldi
Baldi
Balti
Bandvöttur
Baugi
Baukur
Bautuður
Bálki
Berfótur
Bergelmir
Berserkur
Beyla
Birningur
Birrungur
Bíldur
Bjálmi
Bláfeldur
Blágráni
Bláhvít
Bláinn
Blákápa
Blávör
Bleikfaxa
Bleikfaxi
Bleikkolla
Bleikrauðka
Bleiksa
Blikfaxa
Blikfaxi
Blikki
Blíðfari
Blíður
Blígur
Blóðhófur
Blóðughófi
Blæfaxa
Blæfaxi
Bobbi
Bor
Borði
Bófi
Bótrún
Brandi
Brandur
Brattur
Bráhvít
Bráviður
Bresi
Brimill
Brík
Brími
Broddur
Brokkur
Brók
Brúnhvít
Brúnkollur
Brúntoppur
Brymir
Brýja
Bursta
Butraldi
Búi
Búri
Búseyra
Bútur
Böggvir
Bölti
Bölþvari
Bör
Daðri
Dagbjartur
Dagstyggur
Dallur
Dalsbrá
Dana
Dáðrökk
Dálkur
Deigja
Dellingur
Digra
Djangi
Djúpráð
Dóni
Drafna
Drasill
Draugur
Draumsýn
Dreitill
Drellir
Drifhvít
Drynur
Drösull
Dröttungur
Durtur
Dyfra
Dyggur
Dynblakkur
Dynbrími
Dynfara
Dynfari
Dýri
Dörruður
Döttur
Eikþyrnir
Eimyrja
Einfari
Einráð
Einurð
Ekla
Eldfaxi
Eldhrímnir
Eldibrandur
Engill
Erpir
Ess
Eyðir
Eykjarður
Eykur
Élfaxi
Falhófnir
Fannhvít
Fantur
Farfús
Farmóður
Farri
Faxprúð
Feila
Fenna
Fenrir
Ferðalangur
Feti
Fetmóður
Fetvíðnir
Félagi
Fimafengur
Finnugur
Fífilbleikur
Fjalgerður
Fjósi
Fjöllungur
Fjölmóður
Fjölráð
Fjölsvinnur
Fjölverkur
Fjörnir
Fjörsvartnir
Fjötra
Fjötri
Flaug
Flauma
Fláráð
Flenja
Flíra
Flosa
Fluðra
Flugfaxi
Flugglöð
Fordæða
Forusta
Fótfim
Fótviss
Fraðmar
Framfús
Framgjörn
Fránmar
Freysfaxi
Fró
Fúlga
Fyla
Fylja
Fölkvir
Fölrauður
Fölski
Fölvir
Förul
Föstólfur
Gangleri
Ganglöt
Gangtöm
Ganta
Garðar
Garðrofa
Gaumur
Gaupa
Gaupi
Gaupnir
Gautrekur
Gautstafur
Gálma
Gálmur
Gárungi
Gát
Gegða
Geiguður
Geitla
Gelmir
Gemsa
Gengilbeina
Gera
Geri
Gerra
Gessa
Gestilja
Geyfa
Gikkur
Ginfaxi
Gísl
Gjúki
Glaðastjarna
Glaðnir
Glámblesi
Glefja
Gleipnir
Glenur
Glirnir
Glitfaxa
Gljáfaxi
Gljásvartur
Glóinn
Gluggi
Glyrna
Glæpur
Glæra
Gnepja
Gnýfeti
Gnýpa
Goldnir
Golltoppur
Goti
Góðráð
Grábakur
Grábrók
Gráði
Gráfaxa
Gráfeldur
Gráfríður
Gráhetta
Gráhvítur
Grákollur
Gráma
Grámana
Gránasi
Gráska
Gráskeggur
Grástakkur
Grásteinn
Grátoppur
Greipa
Gremja
Gréla
Grilla
Gripnir
Grípir
Gróði
Græska
Gullfaxa
Gullinfaxi
Gullnir
Gullskjóni
Gumpa
Gungnir
Gunnlöð
Gýgur
Gæðingur
Gægir
Hafall
Hagaljómi
Hagall
Hamðir
Hamskarpur
Hamskerpir
Hamskörp
Harki
Harkur
Hattur
Hábrók
Háðvör
Hákur
Hálsi
Hámóður
Hástiga
Hástigi
Hávar
Hávi
Heiða-Rauður
Heiðþornir
Heimfús
Heiti
Helsingi
Hengill
Herjann
Herkir
Hervir
Hildir
Himinglæfa
Hirðir
Híði
Hít
Hjari
Hjúpur
Hjör
Hjötra
Hlaðvör
Hláka
Hlátur
Hlemmur
Hlenni
Hlébarður
Hlini
Hlífar
Hljóð
Hlóra
Hlymur
Hlý
Hlöður
Hnaggur
Hnakkur
Hnallur
Hnefi
Hnikar
Hnífur
Hnjáka
Hnjótur
Hnjúkur
Hnubbur
Hnúkur
Hnúta
Hnútur
Holti
Hornungur
Hraði
Hrami
Hrapi
Hrauðnir
Hraunbúi
Hreggfaxi
Hreggmóð
Hreggmóður
Hreggsvöl
Hreini
Hreppir
Hriki
Hringfaxi
Hringiða
Hrist
Hríðir
Hrímaldi
Hrímandi
Hrími
Hrjóður
Hroði
Hroki
Hrota
Hrökkvir
Hröng
Hugljúfur
Huldumær
Hvanni
Hvati
Hvatvís
Hveðna
Hvítfaxi
Hvíti-Hrafn
Hvítskjóni
Hvæsir
Hyltingur
Hyndla
Hyrnir
Hýsingur
Hækingur
Hænir
Hödd
Högnuður
Hölknir
Hölkvir
Hörgur
Höskuldur
Hösvi
Iði
Ifill
Ifjungur
Inni-Krákur
Ími
Ípa
Ívi
Íviðja
Jaðrakan
Jafnhár
Jari
Jarplitfara
Jarpvinda
Jálfaður
Járviðja
Jófreður
Jógrímur
Jóki
Jólfur
Jólnir
Jórekur
Jöður
Jörvi
Jötunn
Kafteinn
Kaldrani
Kaldyrja
Kali
Kerskni
Kesja
Kinnskjóna
Kinnskjóni
Kisi
Kjamma
Kjangi
Klambra
Klára
Klókur
Klumba
Klúka
Kolblakkur
Kolubleik
Koppur
Korpur
Kotrún
Krákur
Króknefur
Kröggur
Kubbur
Kuggur
Kumba
Kurfa
Körtur
Langbrók
Langförli
Laxi
Láðvörður
Leiðitöm
Lenja
Leppa
Leppur
Léna
Léttbrún
Lifra
Lifri
Líkn
Ljóma
Ljósálfur
Ljósbleik
Ljósbleikur
Ljósfara
Ljósi
Ljósjarpur
Ljóskollur
Ljósnasi
Ljósnös
Ljóstá
Ljósvængur
Loðna
Loðungur
Loftsteinn
Logbrandur
Lóði
Lóngant
Lóra
Lungur
Lunti
Lurkur
Lúsablesi
Lymska
Lyrgur
Læpa
Lötra
Maka
Makráð
Mani
Margerður
Margvís
Marþöll
Málfeti
Málmfeti
Mávur
Melasól
Mélnir
Miðlungur
Mikjáll
Milska
Mjaðveig
Mjelnir
Mjónasi
Mold
Morgungjöf
Morgunn
Morgunroði
Móáli
Móblesi
Móði
Mófaxi
Mói
Móinn
Mókollur
Mósokki
Mótoppa
Mótoppur
Mundilfari
Mundill
Munkur
Muskur
Mussa
Múskur
Mýlnir
Mýsingur
Mækja
Mæra
Mærð
Mökkvi
Naddi
Naddur
Naðra
Naður
Nafar
Nasa
Nauma
Nátttröll
Nennir
Neri
Nertill
Nesta
Niðhöttur
Niði
Niður
Nift
Nípa
Nístingur
N-Jörp
Norðri
Nóri
Nótti
Nykur
Næðingur
Næfill
Ófnir
Ómi
Órator
Órnir
Óspakur
Ótrauð
Peningur
Perta
Pexi
Peyi
Pinni
Poki
Polli
Prakkari
Punktur
Rakni
Ralli
Rani
Rati
Ratvís
Rauðhöfði
Rauðkápur
Rauðkollur
Rauðkúfur
Rauðnasa
Rauðsokki
Rauðvængur
Raumur
Ráðvaldur
Rásfim
Refja
Reifur
Reikistjarna
Reimar
Reimir
Rekja
Rerir
Rimmugýgur
Rindur
Risna
Rígur
Ríp
Rít
Rjósta
Rjúkandi
Rolla
Róði
Róma
Róni
Rysja
Rýgur
Rögnir
Sága
Sáttur
Sendlingur
Serkur
Seyðir
Sigðir
Siklingur
Silfrintoppur
Silfrún
Silfurfaxi
Silfurkolla
Silkitoppur
Simul
Sinfjötli
Sinir
Sinmara
Síðförli
Sígandi
Síla
Sjálfráð
Sjóður
Sjólfur
Skagi
Skarfur
Skati
Skálkur
Skálmar
Skálmi
Skeiðbrimir
Skeiðfaxi
Skelfir
Skelkur
Skelmir
Skemill
Skemmingur
Skerpingur
Skilfingur
Skiptingur
Skjáfa
Skjálf
Skjálgur
Skjómi
Skjór
Skjótráð
Skodda
Skolbrún
Skota
Skrámur
Skreppur
Skriðfinnur
Skriður
Skrumba
Skræfa
Skúfur
Skúr
Skúrbeinn
Skúti
Skyndir
Skær
Skævaður
Slefa
Slemba
Sléttfeta
Sléttfeti
Slíkja
Slungnir
Slyðra
Slödd
Snafs
Snapi
Snapvís
Snarfara
Snegða
Snepill
Sníkir
Snjóhvít
Snoppi
Snotri
Snuggur
Snæhvít
Snæra
Snöp
Sólargeisli
Sólbaki
Sólhvít
Sporvitnir
Sprengur
Sprógur
Spyrning
Stakkur
Steggur
Stelkur
Stillir
Stjörnujarpur
Stórfeti
Stórstjarni
Stubbur
Stuttbrók
Stúfi
Stúfur
Styrja
Stökkull
Suttungur
Svali
Svalinn
Svartblesi
Svartfaxa
Svartfaxi
Svarthöfði
Svartkúfa
Svartsokka
Svarttoppa
Svásuður
Sveðja
Sveggjuður
Sveigðir
Sveipuður
Sviðgrímur
Sviður
Svipall
Svipdapur
Svipuður
Svipul
Svoli
Sværa
Svörður
Svörfuður
Sæðir
Sæfari
Sælir
Sæmingur
Sætt
Sölgi
Tanni
Targa
Tálga
Teiti
Telgja
Teyta
Tildri
Tinta
Tipt
Tífa
Tífill
Típa
Tjaldari
Tjasna
Tjálga
Tofa
Torta
Tossi
Trafali
Trantur
Trauð
Tremill
Trunta
Trönubeina
Tugga
Tveggi
Tvíserkur
Tyrta
Týja
Tögg
Ullur
Umbun
Unaður
Undurfurða
Uni
Unnusta
Úð
Úði
Úfa
Vafþrúðnir
Vagl
Vagna
Vakri-Skjóni
Valbrá
Valhrímnir
Vallarbesi
Vallari
Valtýr
Vandstyggur
Varmi
Varúð
Váfuður
Veður
Vegbjartur
Vegdrasill
Vegdraupnir
Vegmóður
Veig
Veila
Velgja
Vena
Venja
Vestri
Viðauki
Viðrir
Viður
Vilji
Vilnir
Vindill
Vindljóni
Vindstjarni
Vindsvalur
Vindsvöl
Vinduður
Vingskornir
Vingull
Vingþór
Vinka
Virkt
Visk
Vitra
Vitringur
Víðar
Víðbláinn
Víðfeðmir
Víðförli
Vígblær
Vígglitnir
Vígi
Víkverji
Víli
Vísla
Víva
Vorblíða
Vordagur
Vægð
Vægir
Vængskjóna
Vængskjóni
Völsi
Völur
Yggur
Ylgja
Ylgur
Yrðlingur
Þaga
Þausn
Þegn
Þella
Þexla
Þiðrandi
Þingja
Þír
Þísl
Þjarka
Þjótur
Þjösnir
Þrafi
Þrasar
Þrái
Þreyta
Þriði
Þrift
Þriggi
Þrima
Þrista
Þrívaldi
Þrjótur
Þrjózkur
Þröng
Þulur
Þumalingur
Þumall
Þundur
Þurs
Þvara
Þýðfari
Þýðlynd
Þöngull
Æringi
Öglir
Ölmóður
Ölvaldi
Ölvir
Örvi
Ötull
Jónas Kristjánsson skráði
Eiðfaxi 10.tbl. 2004