Vefurinn sogar ekki auglýsingar

Punktar

Forrester rannsóknastofan spáir illa fyrir auglýsingum á veraldarvefnum. Hún telur tekjur vefsins munu tvöfaldast á fimm árum 2007-2012. Það þýðir, að 18% auglýsingatekna komi frá vefmiðlum eftir fimm ár, skelfilega lág tala. Nú þegar eru vefútgáfur þekktustu miðlanna orðnar útbreiddari en prentútgáfur þeirra eða ljósvakaútgáfur. Og ekkert breiðband er lengur til, sem tryggir að auglýsingar komist til nær allra. Notkun stóru fjölmiðlanna hefur minnkað og auglýsingar í þeim minnka. Það höfum við fyrir löngu séð í Bandaríkjunum. Samt gengur arftakanum illa að ná fótfestu í auglýsingum.