Sama blaðrið alls staðar

Punktar

Karlmenn blaðra eins mikið og konur. Þeir nota 16.000 orð á dag eins og konur. Þetta er niðurstaða rannsóknar University of California á mismun kynjanna. Konur eru eins mikið frá Marz og karlar eru eins mikið frá Venus. Það var niðurstaða eldri rannsóknar. Komið hefur í ljós, að tízkukenningar um mun kynjanna eru byggðar á sandi. Kynin eru líkari en áður hefur verið talið. Ég tel hins vegar, byggt á reynslu, að konur hugsi meira í neti og karlar meira á línu. Þess vegna muni konum vegna betur í atvinnuvegum, þar sem nethugsun leysir línuhugsun af hólmi. Til dæmis í fjölmiðlunum.