Sléttan klippt í tvennt

Punktar

Nú liggja vegir kringum Melrakkasléttu, ekki um hana sjálfa. Vegurinn til Kópaskers og Raufarhafnar þræðir ströndina. Vegurinn til Þórshafnar liggur um Öxarfjarðarheiði, sem er bara sumarleið sunnan sléttunnar. Nú á að leggja nýjan veg um sléttuna miðja í grónu landi. Leiðin liggur austur frá Kópaskeri um Hólaheiði og Seljaheiði til Hófaskarðs ofan Kollavíkur. Ég tel þennan fyrirhugaða veg vera misráðinn. Hann klippir Sléttuna í tvennt og minnkar þannig eitt af ósnortnum víðernum landsins. Betra er að leggja slitlag á núverandi stöðum og halda ósnortinni Sléttu í samfelldum pakka.