Dásamlegur og hættulegur tími

Punktar

Við lifum í senn á dásamlegum og hættulegum tíma fjölmiðlunar. Tekjmynztur hefðbundinna fjölmiðla hefur raknað upp og ekki hefur fundizt tekjumynztur fyrir nýmiðla í staðinn. Gamla fólkið vill fréttir dagblaða og sjónvarps, sem unga fólkið forsmáir. Unga fólkið vill blogg, sem gamla fólkið forsmáir. Fréttir voru áður fyrirlestrar, þar sem blaðamaður talaði. Nú eru þær orðnar að samtölum, sem blaðamaður tekur þátt í. Til skamms tíma voru dagblöðin fyrsta uppkast mannkynssögunnar. Núna hefur bloggið tekið við því hlutverki. Það er gaman að vera í bransanum á byltingartíma.