Bæn Egyptans Dhu´l-Nun

Punktar

Paulo Coelho hefur tólf alda gamla bæn eftir egypzkum múslima: “Ó guð, er ég hlusta á raddir dýranna, þyt trjánna, muldur vatnsins, söng fuglanna, hvin vindsins, drunur þrumanna, þá sé ég sönnun einingar þinnar. Ég finn, að þú ert æðri máttur, æðri þekking, æðri vizka, æðra réttlæti. Ó guð, ég finn þig líka í erfiðleikum mínum núna. Látum þína fullnægju verða mína og láttu mig verða gleði þína, eins og gleði föður yfir barni sínu. Og láttu mig muna þig í ró og ákveðni, jafnvel þótt erfitt sé fyrir mig að segja: Ég elska þig.” Bænir þurfa ekki að vera kristilegar til að vera frábærar.