Dráttarvélar eru galdratæki. Ekki bara notaðar til sláttar og heyskapar, heldur til allra almennra starfa til sveita. Þær hagræða árfarvegi, svo að vatnið liggi ekki í moldarbörðum. Þær reka niður staura, teygja vír. Þær flytja staura og vír um firnindi. Þær stífla vötn og hækka yfirborð þeirra um heilan metra. Svo að þar má sleppa fiski, sem þrífst vel og stækkar ört. Þær ræsta hóla, sem eru notaðir fyrir vetrargjöf. Þær leggja vatnsveitu. Þær færa rúllur af heyi í sátur eða í hlöðu. Þegar ég var í sveit í gamla daga, gátu þær bara slegið tún. Núna eru þetta orðin fjölnota galdratæki.