Biskupaleið hin forna var 450 km. Farið var um Hreppa og Gnúpverjaafrétt, sem nú er vel vörðuð, yfir Sóleyjarvað, um Sprengisand, niður Kiðagil. Síðan yfir vað á Skjálfanda, um Ódáðahraun, að Ferjufjalli, yfir Jökulsá á Fjöllum, um Möðrudalsöræfi í Vopnafjörð. Vegalengdir skiptust þannig: Hreppar 90 km, Gnúpverjaafrétt 90 km, Sprengisandur 90 km, Ódáðahraun 90 km, Möðrudalsöræfi 90 km. Nútímamenn ríða þingmannaleið á dag, 36 km. Við getum varla gert okkur í hugarlund, hvílíkir garpar forfeður okkar voru. Þeir létu sig ekki muna um 90 km á dag, Skálholt-Vopnafjörður á fimm dögum.