Þótt veraldarvefurinn virðist opinn og frjáls, leynist þar Stóri bróðir. Jón Ólafsson fékk Hannes Hólmstein dæmdan í Bretlandi fyrir efni, sem sett var á vefinn á Íslandi. Vont er, ef menn geta valið sér afturhaldsland til málaferla. Einnig hefur höfundaréttur verið þaninn út. Svo sem til að gera Warner Bros. kleift að elta uppi blogg barna og unglinga. Dómstólar í Bandaríkjunum hafa bannað sumt: Krækjur í efni annarra framhjá heimasíðum. Forrit, sem brjóta læsingar á efni. Að setja upp krækjur í slík forrit. Löggan kemur fljótt í heimsókn og óvænt, ef bloggarar vara sig ekki.