Góður tölvuhakkari og vel skipulagður safnari ummæla nafnlausra álitsgjafa geta eignazt skúbb aldarinnar. Það væri jólabók, þar sem flett er ofan af hinum nafnlausu. Þar væri nafn þeirra, mynd, heimilisfang og sími. Neðan við hvert nafn kæmi svo allur sorinn, sem vellur um veraldarvefinn af völdum þess. Þetta yrði reiðarslag fyrir landssamband klikkusa og alla félagsmenn þess. Ég mundi kaupa svona bók, þótt hún kostaði 10.000 krónur. Því miður hef ég ekki nógu mikið vit á tölvum og ekki nógu mikla þolinmæði til að moka upp soranum. Þess vegna get ég ekki sett saman metsölubókina.