Feilað á fyrirmyndum

Punktar

Samfylkingin á Íslandi hefur taugar til flokks Tony Blair í Bretlandi. Sá flokkur hefur einkavætt suma innviði þjóðfélagsins, svo sem járnbrautir. Enda eru brezkar lestir verstar og sóðalegastar í Vestur-Evrópu. Með sparnaði hafa verið búnir til biðlistar á sjúkrahúsum. Það gildir jafnt um járnbrautarlestir og sjúkrahús, að staðan er mun betri á Norðurlöndum, í Þýzkalandi og einkum þó í Frakklandi. Miklu nær væri fyrir Samfylkinguna að sækja fyrirmyndir til slíkra landa, einkum hins vanmetna Frakklands. Eftir langvinna stjórn Tony Blair er einkavætt Bretland ekki til fyrirmyndar.