Sauðfé er annað hvort talið vera í afgirtum heimalöndum eða á afréttum ofan afgirtra byggða. Svo er ekki, það vill vera á Kaldbak. Í því skyni stekkur það tvo metra yfir vegarist eða syndir yfir Stóru-Laxá. Eða læðist yfir ógirt landsvæði í eigu ríkisvaldsins, til dæmis Hrunaheiðar. Ríkið girðir ekki land, sem það eignast með kröfuhörku í þjóðlendu-málaferlum, telur eignarhald sitt vera án ábyrgðar. Ég er sammála Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu um, að sauðfé eigi að vera afgirt. Frekar en að umheimur sauðfjár þurfi að vera afgirtur fyrir því. En fáar girðingar duga gegn sauðfé.