Grímseyingar sekir

Punktar

Þegar leitað er sökudólga vegna verðs Grímseyjarferju, gleymast heimamenn. Um síðir heimtuðu þeir breytingar, sem kostuðu hundruð milljóna króna. Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, varð við kröfum þeirra. Hann lét ráðuneytið grípa fram fyrir hendur vegagerðarinnar. Hún og ráðunautur hennar bera hluta ábyrgðarinnar, en eiga ekki skilið krossfestingu. Þyngsta ábyrgð bera Grímseyingar og Sturla. Að venju var pólitík í spilinu. Faglega ferlið var ekki nógu gott, en úrslitum réð byggðapólitík. Kristján Möller ráðherra geltir upp á ranga menn. Hann á að skamma Sturlu og Grímseyinga.