Í rigningu hefðum við beðið í bílunum. Nema þeir, sem komu í strætó. En við röltum í sólskini á stéttinni framan við stofuna. Vefsíða tannlækna og tannlæknasíminn sögðu þar vera neyðarvakt kl. 11-13. Aldrei kom neinn tannlæknir. Brátt tíndist þjáningafólkið brott. Ég sem hélt, að hagkerfið hefði útrýmt lassarónum. Tannlæknirinn kom svo á mánudaginn og baðst ekki einu sinni afsökunar. “Félagið talaði við mig, en ítrekaði aldrei, að ég ætti að vera á vakt,” sagði hann. Hann minnti mig á málarann, sem hafði svikið okkur í þrjá mánuði. “Treystið þíð mér ekki?” sagði hann fyrir rest.