Grúppur hola fjölmiðla

Punktar

Tuttugasta öldin var í hefðbundnum fjölmiðlum öld sterkra einstaklinga. Þá fóru fjölmiðlar mikinn og rannsóknir voru hafnar til vegs. Nýhafin er svo öld “groups” í greininni, samsteypna. Þær líta á fjölmiðla sem þjónustu eða vöru, er lúti almennum lögmálum. Fjölmiðlar verða að skila 20% arði. Annars eru þeir holaðir innan, rannsóknum fleygt út og froða sett inn í staðinn. Þegar búið er að hola fjölmiðla, brestur “goodwill”, góðvild notenda. Fjölmiðlar eru komnir í þennan vítahring í Bandaríkjunum. Murdoch er að eignast Wall Street Journal. Hefðbundin fjölmiðlun riðar til falls.