Við sjáum margar tegundir tækja sameinast í eitt, samanber iPhone og iPod. Sími og tölva, vefur og póstur, skilaboð og tónlist, útvarp og sjónvarp, myndavél og hljóðver, bráðum vídeó. Allt þetta er að verða eitt. Ótrúlegur hraði er á breytingum í nýmiðlun þessi árin. Enn hraðari breytingar verða á næsta ári og því þarnæsta. Fyrir nokkrum árum sló iPod í gegn og nú er iPhone að sigra heiminn. Á þessum fyrsta áratug nýrrar aldar kollvarpast meðvitund okkar um fjölmiðla og margmiðla. Ekkert verður í fjölmiðlun árið 2010 eins og það var árið 2000. Þeir tapa, sem ekki sjá þetta gerast.