Nafnlaus flugstjóri skrifar grein í Moggann í dag. Hann segir, að ásakanir nafnlausrar konu frá Venezuela gegn sér séu rangar. Hann hafi ekki barið hana og nauðgað henni. Hann hafi ekki smyglað henni inn í landið gegn vilja hennar. Hinn nafnlausi flugstjóri hefur hafið ritdeilu undir vernd Mogga. Blaðið segist veita nafnleysið, því að konan sé nafnlaus. Hefur hún þó ekki enn skrifað nafnlausa grein. Þessi grein í Mogganum er skrípó, dæmi um öfgar nafnleysis í fjölmiðlunum. Næst fáum við grein nafnlauss ráðherra, þar sem hann segir nafnlausan ritstjóra Moggans fara með rangt mál.