Geðveikrahæli endurreist

Punktar

Geðveikrahæli Sovétríkjanna hafa verið endurreist. Vladimír Pútín er farinn að senda pólitíska andstæðinga á geðveikrahæli. Larisa Arap var nýlega látin laus að tilhlutan Vladimir Lukín, umba mannréttinda. Hún hafði verið sett á vitfirringahæli fyrir að koma upp um vinnubrögð hælisins. Þar var hún pynduð með lyfjum og sprautum. Hún hefur kært meðferðina, en á lítinn séns, því að dómstólar styðja fasisma ríkisvaldsins. En hún getur sagt frá meðferðinni. Á hælinu er fullt af heilbrigðum stjórnarandstæðingum, sem ofbeldismaðurinn Pútín forseti reynir í gerræði að láta gera geðveika.