Fjölmiðlafræðin

Fjölmiðlun

Mér sýnist við Guðbjörg Kolbeins vera í stórum dráttum sammála um mismun á kennslu í blaðamennsku og í fjölmiðlafræði. Á heimasíðunni kolbeins.blog.is ræðir hún fyrri skrif mín um þennan mun. Hún fer rækilegar í sakirnar á ýmsum sviðum og ég get tekið undir það flest. Setja verður skörp skil milli náms í blaðamennsku, sem er hagnýtt nám, og fjölmiðlafræðinnar. Of margir leggja stund á fjölmiðlafræði og telja sig vera að læra blaðamennsku. Svo er ekki. Ég legg áherzlu á, að hagnýt blaðamennska er betur kennd af fagmönnum í greininni fremur en af fræðingum án langvinnrar starfsreynslu.