Kastljós og aðrir fjölmiðlar taka þessa dagana þátt í áróðursherferð fyrir torfæruhjólum. Hvergi er minnst á vandræði, sem stafa af hjólunum. Mörg þeirra eru ótryggð, utan laga og réttar. Þau hafa líka valdið varanlegum spjöllum á fögru landslagi. Fyrir mér eru notendur torfæruhjóla óvættir í landinu. Þeirra vegna hafa landeigendur víða gripið til þess ráðs að læsa vegum. Fjölmiðlar hafa undanfarið hossað eigendum torfæruhjóla án þess að minnast einu orði á vel þekktar skuggahliðar þeirra. Mér er torskilið, hvernig hægt er að starfa við fjölmiðla án nokkurs faglegs metnaðar.