Ráðagerðir um sýnilega löggæzlu í borginni hafa áhrif. Löggur eru farnar að segja upp störfum. Svo illir eru fylliraftarnir, að löggur þora ekki út og segja frekar upp. Sýnilegar löggur eru betri en engar, en það nægir ekki samkvæmt þessu. Í Amsterdam voru aðgerðirnar ákveðnari. Dam var hreinsað árið 1970. Hundruðum manna var stungið í gáma eða fangelsi. Dag eftir dag, unz það dugði. Ef hreinsa á hina bandóðu úr miðbænum, þarf löggan að hafa pláss fyrir hundruð manna. Og mannafla til að skrá alla og sekta. Og hún þarf að að binda alla niður í gámunum. Annars drepa þeir hver annan.