Nafnleysi skaðar fólk

Punktar

Kennsla í nafnleysi getur haft skrítnar afleiðingar. Guðbjörg Kolbeins fer að nafnleysisvenju, sem hún kennir við háskólann. Segir ónefndan forstjóra fjölmiðla ofsækja sig með hótunum. Aðeins eru til tveir slíkir í landinu. Annar þeirra er væntanlega saklaus af ofsóknum á hendur Guðbjörgu. En nafnleysið þýðir, að Guðbjörg gerir hann grunsamlegan, sem er óréttlátt. Það er eins og að segja gullsmið við Skólavörðustíg vera nauðgara. Bezta leiðin til sannleikans getur aldrei falist í hálfkveðnum vísum. Bezt er að nota jafnan fullt nafn. Sleppa því hinum, sem annars flæktust í vond mál.