Stutt leið milli kanta

Punktar

Ekki kom mér á óvart, að bandarísk könnun sýndi vinstri menn lesa fleiri bækur en hægri menn. Ekki heldur, að notendur Fox sjónvarpsins eru heimskari og fáfróðari en annað fólk. Hitt kom mér á óvart, að þeir, sem telja sig miðjumenn, lesa langtum færri bækur en hægri og vinstri menn. Fólk er líka heimskara á miðjunni. Kannski er það gáfumerki Íslendinga að hafa hafnað Framsóknarflokknum. Málið er kannski, að miðjufólkið er fáfrótt og ánægt. En jaðarmenn til allra átta eru að leita að einhverju. Til dæmis í bókum. Og kannski er skemmri leið frá vinstri til hægri en til miðjunnar.